fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Yfirlýsing frá Man Utd vegna Mason Greenwood

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. október 2022 18:18

Mason Greenwood og Cristiano Ronaldo / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester hefur handtekið Mason Greenwood framherja Manchester United á nýjan leik og er hann nú í haldi lögreglu.

Greenwood var handtekinn í janúar grunaður um að hafa nauðgað og lamið fyrrum unnustu sína.

Nú er búið að kæra þennan fyrrum enska landsliðsmann en þetta kemur fram í enskum miðlum í dag.

Greenwood er ákærður fyrir tilraun til nauðgunar sem og að hafa ráðist að fyrrum kærustu sinni, Harriet Robson.

Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér snemma á þessu ári.

Greenwood hefur hvorki fengið að æfa né spila með United á meðan málið er til rannsóknar. Félagið þarf þó áfram að borga honum tugi milljóna í laun á mánuði.

Man Utd hefur nú gefið frá sér stutta yfirlýsingu eftir að fréttirnar bárust í dag. Þar staðfestir félagið ákærurnar og tekur fram að leikmaðurinn sé enn í banni vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu