fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Með jafn mörg mörk og Haaland en enginn veit hver hann er – ,,Ég vil vera á undan honum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. október 2022 13:02

Mynd: Notts County

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir sem hafa byrjað tímabil sitt jafn vel og Erling Haaland sem spilar með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland kom til Englandsmeistarana frá Borussia Dortmund í sumar og er með 15 mörk hingað til sem er ótrúlegur árangur.

Það er þó einn leikmaður á Englandi sem ætlar að halda í við markaskorun Haaland og ber hann nafnið Macaulay Langstaff.

Langstaff er 25 ára gamall og hefur skorað 15 mörk líkt og Haaland en hefur þó leikið fleiri leiki.

Haaland hefur skorað 15 mörk í aðeins níu leikjum á meðan Langstaff sem leikur með Notts County, hefur skorað 15 mörk í 12 leikjum.

Notts County er langt frá því að vera jafn gott lið og Man City en liðið spilar í fimmtu efstu deild í enska pýramídanum.

,,Að vera nefndur í sömu setningu og hann eru forréttindi, það er nokkuð gaman. Við erum nokkuð langt frá hvor öðrum í dag,“ sagði Langstaff.

,,Hann er í hæsta gæðaflokki og það er mín stefna að komast þangað. Ég vil skora eins mörg mörk og ég get og vera á undan honum. Ég verð ekki langt frá honum að lokum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rómverjar reyna að fá Bailey

Rómverjar reyna að fá Bailey
433Sport
Í gær

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi
433Sport
Í gær

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“