Stuart Webber yfirmaður knattspyrnumála hjá Norwich er á óskalista Chelsea í sama hlutverk þar.
Todd Boehly eigandi Chelsea vill ráða inn yfirmann knattspyrnumála á næstu vikum.
Webber hefur starfað hjá Norwich í fimm ár og fengið nokkuð mikið lof fyrir starf sitt.
Webber hefur verið klókur í að finna öfluga leikmenn á lítinn pening. Hjá Chelsea hefði hann mikla fjármuni að spila meðl.
Webber hefur þó mátt þola gagnrýni stuðningsmanna undanfarið eftir að hann greindi frá því að hann væri að æfa mikið. Ætlar hann sér að klífa Everest fjallið.