fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári segir frá hræðilegri upplifun í sjónvarpsþætti á Stöð2 : „Ég var allur blóðugur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 09:00

Skjáskot/ Stöð2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var hræðilegt,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um upplifun sína af því að hafa tekið þátt í Ískápastríði, vinsælum sjónvarpsþáttum á Stöð2.

Eiður var gestur í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá en hann og æskuvinur hans, Sverrir Þór Sverrisson plataði hann til að taka þátt í þættinum árið 2018.

Eiði leið ekki vel að taka þátt í þættinum. „Ég held að ég hafi skorið í puttann á mér, svo var reynt að þurrka svitann af mér. Ég var allur blóðugur á höndunum og í framan. En ég bjó til geggjaða sósu,“ sagði Eiður léttur í Steve Dagskrá.

Hér má sjá hvernig Eiður búið var að gera að putta Eiðs.
Skjáskot/Stöð2

Hann segir að Sveppi hafi platað sig á fölskum forsendum til að taka þátt í þættinum og því miður hafi hann endað í liði með Guðmundi Benediktssyni.

„Því ver og miður, þetta byrjaði á að Sveppi hringir í mig og segir að við séum á leið í matreiðsluþátt. Hann sagði að þetta væri með Gumma Ben og Evu Laufey. Hann sagði að þetta skipti engu máli ´Við komum og þau segja okkur allt sem við eigum að gera´.“

„Svo opnar þú bara ísskáp og svo áttu bara að búa til, ég horfði á Sveppa og hugsaði hvað hann væri að koma mér út í. Ég byrjaði að svitna og svitna, ég lét bara plata mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“