fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Markahæsti leikmaður liðsins fær ekki að koma með á HM

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. september 2022 10:00

Chicharito í leik með West Ham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Javier Hernandez, fyrrum leikmaður Manchester United, fær ekki að fara með mexíkóska landsliðinu á HM í sumar.

Þetta hefur Gerardo Martino, landsliðsþjálfari Mexíkó, staðfest en Chicharito eins og hann er yfirleitt kallaður spilar í dag í Bandaríkjunum.

Chicharito leikur með LA Galaxy þar í landi og hefur skorað 34 mörk í 62 deildarleikjum á tveimur árum.

Martino hefur þó ekki áhuga á að velja sóknarmanninn í lokahópinn fyrir HM sem vekur töluverða athygli.

Chicharito er markahæsti leikmaður í sögu Mexíkó með 52 mörk í 109 landsleikjum.

Margir hafa gagnrýnt þessa ákvörðun Martino en Chicharito spilaði þó sinn síðasta landsleik fyrir þremur árum.

,,Þegar kemur að Chicharito þá er það svo einfalt að við ætlum að treysta á aðra framherja,“ sagði Martino.

,,Við munum reyna að velja 26 leikmenn sem henta okkar leikstíl. Við erum með tvo framherja sem geta spilað og tvo sem spila ekki. Það sem mér líkar við er að við erum ekki með of fáa leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“