fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Markaskorarinn Sævar hvergi af baki dottinn þrátt fyrir tap – „Við erum með gæði og þeir eru hræddir við okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 18:38

Sævar Atli Magnússon fagnar marki. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska U-21 árs landsliðs karla tapaði fyrri leik sínum gegn Tékklandi 1-2 í Víkinni í dag.

Sævar Atli Magnússon kom íslenska liðinu yfir á 25. mínútu með marki af vítapunktinum. Matej Valenta jafnaði fyrir Tékka á 34. mínútu og Vaclav Sejk tryggði þeim sigurinn á 69. mínútu.

Lestu nánar um leikinn hér.

„Þetta er svekkjandi. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa,“ segir markaskorarinn Sævar við 433.is eftir leik. 

Tékkarnir komu íslenska liðinu á óvart til að byrja með. „Þeir voru í tígulmiðju, eitthvað sem við vorum ekki að búast við fyrir leik, þannig þetta var nokkuð lokað í fyrri hálfleik.“

Sævar var sáttur við margt í leik Íslands en sagði að annað hefði mátt fara betur.

„Pressan okkar virkaði vel. Eina sem þeir gerðu var að sparka langt. Í opnum leik er ég sáttur með leikinn en kannski ekki með spilamennskuna á boltanum. Við vorum oft klaufar.“

Sævar gerði virkilega vel í marki sínu, vann boltann úti á velli og fékk svo vítið, sem hann skoraði úr.

„Það var gott, bara pressa. Ég sé að hann er eitthvað óöruggur og snýr með bakið í átt að okkur, þannig ég set pressu á hann.“

Hann er brattur fyrir seinni leikinn. „Við eigum klárlega séns. Þeir byrja að tefja um leið og þeir komast yfir. Við erum með gæði og þeir eru hræddir við okkur. Ég hef mikla trú á að við náum úrslitum úti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið