fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Ræddu hugsanlegar lausnir við vandamáli sumarsins – „Við sitjum eftir hvað varðar þessi mál“

433
Laugardaginn 24. september 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. Hann sat þar með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.

Mæting á leiki í Bestu deild karla var meðal annars til umræðu.

Samkvæmt afar óformlegri könnun Íþróttavikunnar er aðeins einn leikur sem nær 2000 manns sem er viðureign Breiðabliks og FH. Benedikt Bóas, umsjónarmaður, benti á þessa staðreynd. „Við þurfum að öll lið séu með flóðljós. Að þetta taki fimm vikur að spila þessa fimm leiki þá týnist fótboltinn. Handboltinn og karfan er að byrja og enski boltinn á fullu. Fótboltinn ætti að taka sviðið og spila fimm eða sex daga vikunnar. Spila á kvöldin. Fótboltinn að taka sviðsljósið í þrjár vikur og þá þurfum við fótbolta,“ sagði Hörður.

„Mér finnst þetta búið að vera meiriháttar sumar, ekki bara útaf velgengi míns liðs heldur búið að vera mikið fjör og margir góðir leikir,“ sagði Ólafur.

„Við vorum að tala um aðstöðumál fyrr í þættinum. Upplifunin að fara á völlinn, við getum eflaust gert hana betri með því að leggja meira í aðstöðuna á völlunum. Að þetta sé ekki bara að borga sig inn til að sjá einn fótboltaleik.

Heildarupplifunin þarf að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Að það þarf ekki að bíða í sjoppunni eða fara á klósettið og svo framvegis. Það er eflaust hægt að gera betur en það kostar framkvæmdir og við erum ekki þar ennþá.

Þeir sem eru í forsvari fyrir fótboltann þurfa að fara hugsa hver næstu skref eru. Við sitjum á eftir hvað varðar þessi mál.“

Hörður benti á að það sé margt jákvætt búið að gerast. Á Valsvelli er Fjósið, hjá Blikunum er græna herbergið og pallurinn í Hafnarfirði er yfirleitt skemmtilegur. „Ég held að það vanti þennan kúltur og þó ég elski það en þá er alltof mikið að hafa alla leiki í beinni. Það er letjandi. Ég finn það hjá sjálfum mér. Það er ástæða að Englendingar banna útsendingar klukkan 15 á laugardögum. Það er til að ýta fólki á völlinn.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Í gær

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið
Hide picture