Manchester City hefur selt tíu leikmenn frá sér í sumar. Fyrir það hefur félagið fengið 174 milljónir punda, það mesta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Upphæðin jafngildir um 29 milljörðum íslenskra króna.
Stærsta sala Man City í sumar var þegar félagið seldi Raheem Sterling til Chelsea fyrir 47,5 milljónir punda.
Þar á eftir kemur salan á Gabriel Jesus til Arsenal. Hann kostaði 45 milljónir punda. Þá borgaði Arsenal 32 milljónir punda fyrir Oleksandr Zinchenko.
Þá seldi City þá Gavin Bazunu og Romeo Lavia til Southampton, samtals fyrir um 30 milljónir punda.
Einnig hefur Man City selt þá Pedro Porro, Darko Gyabi, Ko Itakura, Aro Muric og CJ Egan Riley en þeir kostuðu minna.