fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Neymar mætir fyrir rétt í haust – Vildu sjá hann fá fimm ára fangelsisdóm

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíumaðurinn Neymar mun mæta fyrir rétt í haust vegna hugsanlegs spillingarmáls í tengslum við félagaskipti hans frá Santos til Barcelona árið 2013.

Markaðsfyrirtækið DIS, sem átti 40% hlut í Neymar vilja meina að leikmaðurinn og hans fulltrúar hafi svikið sig. Fyrirtækið segir að Neymar og Börsungar hafi farið á bak við sig.

Saksóknarar í málinu munu fara fram á tveggja ára fangelsisdóm yfir Neymar og 8,4 milljóna punda í sekt. DIS vildi fimm ára dóm á Neymar og bann frá knattspyrnu að eilífu.

Þá telja saksóknarar að svikist hafi verið undan því að borga sjö milljónir punda í skatta í kringum félagaskiptin, þar séu fyrrum forsetar Barcelona, Rosell og Josep Maria Bartomeu og fyrrum þjálfari Santos einnig sekir.

Barcelona borgaði á sínum tíma 71,5 milljónir punda fyrir Neymar. 33 milljónir runnu hins vegar beint til foreldra leikmannsins. Í kjölfar skiptanna voru Barcelona og Bartomeu ákærð fyrir skattsvik.

Neymar mætir fyrir rétt í október, aðeins nokkrum vikum áður en heimsmeistaramótið í Katar hefst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“