Wayne Rooney er mættur til Washington, þar sem talið er að hann sé að taka við sem aðalþjálfari D. C. United.
Hinn 36 ára gamli Rooney lék með félaginu frá 2018 til 2020, áður en hann fór til Derby County sem leikmaður og síðar stjóri.
Rooney hætti sem stjóri Derby á dögunum og gæti nú tekið við D. C. United.
Liðið er í vandræðum í Austurhluta MLS-deildarinnar vestanhafs og er í næstneðsta sæti. Hernan Losada var rekinn sem stjóri liðsins í apríl og tók Chad Ashton þá við til bráðabirgða.
Rooney er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United, þar sem hann er algjör goðsögn.
Í frétt Sky Sports um hugsanlega endurkomu Rooney til D. C. United er sagt frá því að fjölskyldan hafi átt erfitt uppdráttar í bandarísku höfuðborginni, síðast þegar hún bjó þar.
Wayne Rooney appears to be in line to return to MLS club D.C. United as head coach 🇺🇸 pic.twitter.com/63K6WsG9Sk
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 11, 2022