Áhugafólk um knattspyrnu reynir nú að lesa í viðbrögð Thomasar Tuchel, knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea sem var á dögunum spurður út í möguleg félagsskipti Cristiano Ronaldo frá Manchester United til Chelsea.
Ronaldo vill losna frá Manchester United og komast til félags sem getur fært honum Meistaradeildarleiki og því vill hana fara frá félaginu aðeins ári eftir að hafa gengið til liðs við félagið.
Todd Boehly, einn af eigendum Chelsea hefur fundað með umboðsmanni Ronaldo og hafa sögusagnir um félagsskiptin verið meira áberandi í fjölmiðlum upp á síðkastið.
,,Ég myndi ekki segja þér það,“ var svar Tuchels við spurningu stuðningsmanns Chelsea þar sem félagið er nú í æfingarferð í Bandaríkjunum.
🚨Exclusive We asked Thomas Tuchel“ Are we signing Cristiano Ronaldo ? “
Thomas Tuchel “ Iam not gonna tell you [ Laughs ] “ 👀🤔Credit instagram :@ chelsea_tid
#BluesInTheUSA #CR7 #CFC pic.twitter.com/kgYG08LgWt
— Mo. kasem (@Hazard10_CFC) July 10, 2022