fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Búist við því að Ronaldo mæti ekki til æfinga annan daginn í röð – ,,Óljóst hvort/hvenær hann mætir aftur“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 07:41

Samsett mynd / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki búist við því að Cristiano Ronaldo, leikmaður félagsins muni mæta til æfinga í dag. Frá þessu er greint á vef The Athletic í morgun en Ronaldo vill fara frá Manchester United.

Þetta væri annar dagurinn í röð sem Ronaldo myndi ekki mæta til æfinga hjá Manchester United en segir fjölskyldulegar ástæður fyrir fjarveru sinni.

,,Á þessari stundu er óvíst hvenær Ronaldo mun snúa aftur,“ segir í frétt The Athletic en liðið fer í æfingarferð til Tælands og Ástralíu á föstudaginn næstkomandi.

David Ornstein, blaðamaður The Athletic deilir fréttinni á samfélagsmiðlinum Twitter og segir það í raun óljóst hvort/hvenær Ronaldo snúi aftur.

Um helgina bárust fregnir frá því að Ronaldo vildi yfirgefa Manchester United. Hans vilji er að spila í Meistaradeild Evrópu.

Todd Boehly, einn af eigendum Chelsea átti fund með umboðsmanni leikmansins, Jorge Mendes til þess að tefla fram þeirri hugmynd að Ronaldo gæti orðið leikmaður Chelsea. Þá eru einhverjar þreifingar í gangi af hálfu Bayern Munchen og þá er ítalska félagið Napoli talið hafa áhuga á Ronaldo.

Þó eru skilaboðin frá herbúðum Manchester United þau að Ronaldo sé ekki til sölu. Leikmaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester.

Hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með 24 mörk samanlagt í öllum keppnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir ráðningu á Jonny Evans

United staðfestir ráðningu á Jonny Evans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Komið í ljós hver ljóshærða konan er – Þekkt fyrir efni sem hún framleiðir fyrir klámsíður

Komið í ljós hver ljóshærða konan er – Þekkt fyrir efni sem hún framleiðir fyrir klámsíður
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju Liverpool keypti Nunez frekar en Isak – Það var Klopp sem réði öllu

Útskýrir af hverju Liverpool keypti Nunez frekar en Isak – Það var Klopp sem réði öllu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur