fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Segir að tían sé tilbúin fyrir Neymar – ,,Ef þú ert að hlusta geturðu komið hingað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. júlí 2022 12:00

Neymar og Mbappe /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er von Joelinton, leikmanns Newcastle, að landi hans Neymar íhugi að ganga í raðir félagsins í sumar.

Neymar gæti verið á förum frá Paris Saint-Germain í Frakklandi en þessi þrítugi leikmaður er á ótrúlegum launum og er fáanlegur samkvæmt ýmsum miðlum.

Neymar er samningsbundinn til 2027 en samningur hans við PSG var sjálfkrafa framlengdur í gær.

Joelinton er ekki náinn vinur Neymar en leikur með Bruno Guimaraes hjá Newcastle sem þekkir leikmanninn betur.

Joelinton segir að tían sé laus hjá Newcastle ef Neymar vill koma sem eru athyglisverð ummæli þar sem tían er í dag í eigu Allan Saint-Maximin sem er einn mikilvægasti leikmaður enska liðsins.

,,Við getum gefið honum pláss, auðvitað! Í hvaða liði sem er, ef hann kemur þá er hann… Ég get ekki útskýrt þetta. Hann fyrirmynd, hann er risastór í fótboltanum,“ sagði Joelinton.

,,Svo boðið er á borðinu, Ney, ef þú ert að hlusta þá geturðu komið hingað, ég mun hlaupa fyrir þig á fullu. Ef það er möguleiki þá vona ég að stjórinn hringi í hann.“

,,Tían er hérna bíðandi eftir honum, ég mun senda Bruno [Guimaraes] skilaboð. Bruno er með upplýsingarnar hans og getur boðið honum að koma hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina