fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Lengjudeildin: Óvæntur sigur KV – Dramatík er Afturelding náði í stig

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. júlí 2022 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KV vann heldur betur óvæntan sigur í Lengjudeild karla í kvöld er liðið spilaði við Vestra á útivelli í einum af fjórum leikjum kvöldsins.

KV hafði aðeins unnið einn leik fyrir leikinn gegn Vestra en gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í 4-2 sigri.

Vestri lenti 4-0 undir á heimavelli í þessum leik en tókst að klóra í bakkann og laga stöðuna í 4-2.

Fylkir og Aftureldning gerðu dramatískt jafntefli þar sem Fylkismenn komust í 2-0 og var útlitið lengi vel bjart.

Elmar Kári Enesson Cogic lagaði stöðuna fyrir Aftureldingu á 50. mínútu og tryggði vítaspyrna svo liðinu stig á 93. mínútu í uppbótartíma.

Topplið Selfoss þurfti einnig að sætta sig við eitt stig gegn Grindavík en leiknum í Grindavík lauk með 2-2 jafntefli.

Kórdrengir unnu þá lið Gróttu 1-0 þar sem Óskar Atli Magnússon gerði eina markið.

Vestri 2 – 4 KV
0-1 Björn Axel Guðjónsson (’12)
0-2 Björn Axel Guðjónsson (’41)
0-3 Grímur Ingi Jakobsson (’53)
0-4 Grímur Ingi Jakobsson (’61)
1-4 Deniz Yaldir (’63)
2-4 Pétur Bjarnason (’67)

Fylkir 2 – 2 Afturelding
1-0 Mathias Laursen (’14)
2-0 Orri Sveinn Stefánsson (’21)
2-1 Elmar Kári Enesson Cogic (’50)
2-2 Aron Elí Sævarsson (’93, víti)

Grindavík 2 – 2 Selfoss
0-1 Valdimar Jóhannsson (’18)
1-1 Símon Logi Thasaphong (’52)
1-2 Gonzalo Zamorano (’55)
2-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (’72)

Kórdrengir 1 – 0 Grótta
1-0 Óskar Atli Magnússon (‘7)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum