fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Framtíð Ísaks óljós – Ætla að sjá hvernig Esbjerg kemur undan sumri

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 15:00

Ísak Óli Ólafsson í U-21 árs landsleik. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ljóst hvar miðvörðurinn Ísak Óli Ólafsson mun leika á næstu leiktíð. Hann er samningsbundinn Esbjerg en þar ríkir óvissa.

Esbjerg féll óvænt niður í dönsku C-deildina á síðustu leiktíð. Það er mikið högg fyrir félagið sem er fremur stórt á danskan mælikvarða.

Umboðsmaður Ísaks ræddi við 433.is í dag og sagði að þeir hafi ákveðið að bíða með að taka ákvörðun þar til lengra yrði liðið á sumarið.

Esbjerg er með bandaríska eigendur sem þykja umdeildir. Það er hugsanlegt að breyting verði á eigendum í sumar. „Við ákváðum að bíða og sjá hvernig Esbjerg kæmi undan sumri,“ sagði Guðlaugur Tómasson, umboðsmaður Ísaks, við 433.is.

Ísak á tvö ár eftir af samningi sínum við Esbjerg. „Þeir láta hann ekki fara nema það komi eitthvað spennandi upp og hann fer ekki nema það verði spennandi,“ sagði Guðlaugur einnig.

Ísak hefur verið á mála hjá Esbjerg síðan í fyrra. Þar áður var hann hjá Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni. Hann lék að láni með Keflvíkingum, sínu uppeldisfélagi, hluta síðasta sumars.

Miðvörðurinn á að baki sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn