fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Meiddur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? – ,,Þarna var ekki 100 prósent heill leikmaður“

433
Sunnudaginn 19. júní 2022 14:00

. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, spilaði meiddur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að sögn læknis egypska landsliðsins, Mohamed Abou El Ela.

Salah meiddist í fyrri hálfleik þann 14. maí síðastliðinn er Liverpool spilaði við Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins.

Það var allt undir í lokaleik Liverpool á tímabilinu gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar en Salah var alls ekki upp á sitt besta í þeim leik.

Samkvæmt El Ela var Salah meiddur er sá leikur fór fram en hann var áfram meiddur í síðasta landsliðsverkefni Egyptalands.

,,Salah meiddist í úrslitaleik bikarsins og spilaði síðar gegn Wolves og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á 14 dögum,“ sagði El Ela.

,,Við skoðuðum tölfræði þar sem kom í ljós að hann var sá leikmaður sem spilaði næst flestu mínúturnar á tímabilinu.“

,,Liverpool sagði hann finna til og að hann ætti að fara í x-ray skoðun, að þarna væri ekki 100 prósent heill leikmaður. Spurningin er þó hversu langt getur hann komist án áhættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot