fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433

Maguire ætti að gefa frá sér bandið

433
Laugardaginn 18. júní 2022 16:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire ætti að gefa frá sér fyrirliðaband Manchester United að sögn fyrrum varnarmanns liðsins, Mikael Silvestre.

Silvestre telur að það muni hjálpa Maguire mikið að einbeita sér fullkomlega að eigin spilamennsku frekar en að bera bandið hjá einu stærsta félagi heims.

Maguire var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á síðustu leiktíð og þarf svo sannarlega að spila betur er nýtt tímabil hefst.

,,Þetta er erfið staða. Þetta er tvöföld áskorun því til að vera fyrirliði þá þarftu að vera tæknilegur leiðtogi og það þýðir að þú þarft að spila þinn besta leik,“ sagði Silvestre.

,,Leiðtogahæfileikarnir koma á eftir því. Ég held að hann þekki stöðuna og veit nákvæmlega hvar hann er þegar kemur að frammistöðu. Vonandi fær hann gott andlegt frí með nýjum stjóra og nýjum hugmyndum sem hjálpa honum að komast í sitt besta stand.“

,,Við gerum of mikið úr því á Englandi hver er fyrirliði og hver ekki. Ég veit ekki af hverju það er svona mikil einbeiting á það því þú ert með Cristiano Ronaldo, David de Gea og Bruno Fernandes sem eru efni í fyrirliða.“

,,Það skiptir því ekki öllu máli. Ef þú ert með breskan landsliðsmann í hópnum sem getur borið bandið þá er það gott fyrir ímynd félagsins en það er ekki nauðsynlegt. Fyrir Harry er það mikilvægast að komast aftur á byrjunarreit og verða mjög, mjög góður varnarmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot