Arsenal og Manchester United eru bæði talin hafa áhuga á Christopher Nkunku, sóknarmanni RB Leipzig í Þýskalandi.
Samkvæmt frétt Independent gæti það þó orðið hægara sagt en gert að næla í Frakkann. Leipzig hefur sett á hann 100 milljóna punda verðmiða.
Nkunku er 24 ára gamall. Hann ólst upp hjá Paris Saint-Germain en færði sig yfir til Þýskalands árið 2019 í leit að meiri spiltíma.
Nkunku fór á kostum í þýsku Bundesligunni í fyrra. Hann skoraði 20 mörk í 33 leikjum. Þá lagði hann upp önnur 14.