fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Birkir ósammála Vöndu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. júní 2022 07:59

Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason fyrirliði Íslands er ósammála formanni KSí, Vöndu Sigurgeirsdóttir um að neikvæð umræða sé að hafa áhrif á landsliðsmenn.

Vanda skrifaði pistil á Facebook síðu sína um helgina sem vakti nokkra athygli en þar ritaði hún meðal annars um þá gagnrýni sem stendur á landsliðið.

Meira:
Vanda skorar á almenning að vera í jákvæða liðinu – ,,Skemmandi en ekki bætandi“

„Nei ég er ekki alveg sammála því, þetta hefur ekki verið mikið rætt innan hóps,“ sagði Birkir Bjarnason fyrirliði Íslands á fréttamannafundi í gær.

Birkir segir að allir eigi rétt á sinni skoðun en síðasta árið hefur reynst landsliðinu verulega erfitt innan sem utan vallar.

„Það mega allir hafa sína skoðun. Við vitum sem hópur hvað við stöndum fyrir.“

„Við erum að bæta okkur á mörgum sviðum og einbeiting okkar verður að vera á okkur, ekki því sem kemur utan frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“