Ástralía komst áfram í úrslitaleikinn um sæti á HM karla í fótbolta sem fram fer í Katar síðar á árinu með sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum í kvöld.
Leikið var í Katar. Jackson Irvine kom Áströlum yfir á 53. mínútu en Caio Cendo jafnaði metin fyrir Sameinuðu furstadæmin fjórum mínútum síðar. Adjin Hrustic reyndist hetja Ástrala er hann skot hans hafnaði í netinu á 84. mínútu eftir viðkomu í varnarmann og lokatölur 2-1 sigur Ástrala.
Ástralía mætir Perú mánudaginn 13. júní í úrslitum um sæti á HM í Katar.
WINNER!
🎥: @10FootballAU#UAEvAUS #AsianQualifiers #AllForTheSocceroos pic.twitter.com/C1gTeVh6ve
— Socceroos (@Socceroos) June 7, 2022