fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Hólmar hjólar í stjórn Keflavíkur – ,,Skuldinni skellt á okkur félagana og okkur beinlínis hent í ruslið“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 09:40

Mynd: Njarðvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmar Örn Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur og fyrrum leikmaður Keflavíkur, er í viðtali við Víkurfréttir í tilefni þess að Njarðvík og Keflavík mætast í grannaslag í Mjólkurbikarnum á morgun. Í viðtalinu er Hólmar Örn ómyrkur í máli gagnvart stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur og vill meina að framkoma hennar í sinn garð sem og annarra fyrrum leikmanna liðsins hafi verið fyrir neðan allar hellur.

Hólmar Örn segir að þáverandi formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur sem og varaformaður deildarinnar hefðu geta staðið betur að starfslokum sínum, Einars Orra Einarssonar og Harðar Sveinssonar hjá Keflavík árið 2018 en Hólmar á yfir 200 leiki fyrir félagið á sínum ferli.

,,Eftir slakt tímabil var skuldinni skellt á okkur félagana og okkur beinlínis hent í ruslið í orðsins fyllstu merkingu – eftir allt sem við höfðum gert fyrir félagið,“ segir Hólmar Örn og á þá við tímabilið 2018 þegar að Keflavík vann ekki leik í efstu deild og féll niður í 1. deild með aðeins 4 stig.

Hólmar Örn vill meina að hann, Einar Orri og Hörður hafi verið látnir taka sökina fyrir slæmu gengi Keflavíkur, skuldinni hafi verið skellt á þá.

„Viðskilnaðurinn við Keflavík var sár og maður jafnar sig ekki svo auðveldlega eftir svona spark – en nú er kominn tími til að jafna um sakirnar,“ segir Hólmar í samtali við Víkurfréttir og á þá við leik Keflavíkur og Njarðvíkur í Mjólkurbikarnum á morgun.

,,Við munum gefa okkur alla í leikinn og sjá til þess að Keflavík komist ekki lengra í bikarkeppninni þetta árið. Það verður enginn afsláttur veittur á komandi miðvikudag.“

Í aðdraganda leiksins var gerður skets sem á að sýna það hvernig framkoma stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur á að hafa verið í garð Hólmars, Einars og Harðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Í gær

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Í gær

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni