Níu aðilar voru handteknir í kringum leik Manchester United og Leeds í gær en um var að ræða handtökur fyrir leik og á meðan honum stóð.
Lögreglan segir að ekkert alvarelgt hafi átt sér stað en mikil umræða hefur verið um ofbeldi í kringum leiki á þessu tímabili.
Leeds tók á móti Manchester United í gær en um er að ræða erkifjendur. Færi voru á báða bóga framan af en það voru gestirnir sem tóku forystuna á 34. mínútu. Þá skoraði Harry Maguire með skalla eftir hornspyrnu.
Bruno Fernandes bætti við marki fyrir Man Utd í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir góða skyndisókn. Leeds kom mun sterkara inn í seinni hálfleikinn og minnkaði muninn á 53. mínútu. Rodrigo átti þá það sem leit út fyrir að vera fyrirgjöf en rataði í netið. Innan við mínútu síðar jafnaði Raphinha eftir flotta fyrirgjöf Daniel James.
Það var meðbyr með heimamönnum næstu mínútur. Það var hins vegar Man Utd sem komst yfir á nýjan leik með marki Fred á 70. mínútu. Anthony Elanga innsiglaði svo 2-4 sigur gestanna eftir frábæran undirbúning Fernandes seint í leiknum.
West Yorkshire Police made 9 arrests at yesterday's game. Say 'no significant disorder' but "a few incidents in city centre ahead of game + some minor incidents throughout it. Officers deployed in sufficient numbers to rapidly intervene to identify and arrest those responsible."
— Simon Stone (@sistoney67) February 21, 2022