Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Pisa í 1-2 sigri gegn Monza í dag. Liðin leika í ítölsku B-deildinni.
Með sigrinum jafnaði Pisa Cremonese að stigum. Liðin eru nú bæði með 45 stig í tveimur efstu sætum deildarinnar. Tvö lið fara einmitt beint upp í Serie A.
Í Katar skoraði Aron Einar Gunnarsson þriðja mark Al Arabi í 2-4 sigri á Al Rayyan. Hann lék allan leikinn í vörn liðsins.
Al Arabi er í fjórða sæti katörsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig.