fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Vanda segir að undanþágan gildi ekki endalaust í Laugardalnum – „Bjóðum upp á ömurlegu aðstöðu“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 10:00

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ er mjög vongóð um að ná endurkjöri á ársþingi sambandsins í lok mánaðarins. Vanda var gestur í sjónvarpsþætti okkar á Hringbraut í fyrradag.

Vanda fór víða yfir í viðtalinu og eitt af því sem rætt var um er aðstaðan á Laugardalsvelli. Ljóst er að ekki verður farið í framkvæmdir á næstunni gæti landsliðið þurft að spila í öðru landi.

,,Ég ætla vera bjartsýn um að við séum að fara sjá einhvað gerast, ekki bara fyrir fótboltann heldur líka hinar greinarnar. Við erum líka í vandræðum með aðstöðumál líkt og körfuboltinn og handboltinn. UEFA hefur verið að pikka í okkur og það er allt sem bendir til þess að við förum bráðum að vera í þeirri stöðu að þurfa spila okkar heimaleiki fyrir utan landssteinana,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ í þætinum 433.is á Hringbraut í fyrradag.

video
play-sharp-fill

Ásmundur Einar Daðason ráðherra hefur lofað því að mikil uppbygging fari fljótlega af stað í Laugardalnum bæði fyrir fótbolta og aðrar íþróttir.

,,Við erum að reyna fjölga áhorfendum en bjóðum þeim síðan upp á þessa ömurlegu aðstöðu. Ég hef einnig lagt áherslu á þetta með tilliti til fólks með fötlun, aðstaðan er ömurleg fyrir þau. Við erum bara á undanþágu og eins og ég segi þá á ég bara von á bréfi frá UEFA eða FIFA þar sem þrýst verður á svör frá okkur um það hvað eigi að gera í þessum málum.“

Vanda er bjartsýn á að Reykjavíkurborg og ríkið nái saman um kostnaðarskiptingu við byggingu nýs þjóðarleikvagns.

,,Ég vona að þessi mál gangi upp en við getum ekki beðið að eilífu og þess vegna hef ég bara sagt það hreint og beint út að ef þetta lýtur út fyrir að fara vera áframhaldandi störukeppni þá er það bara okkar skylda að skoða aðra möguleika,“
sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ í þættinum 433.is á Hringbraut í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Í gær

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
Hide picture