Málefni Mason Greenwood, leikmanns Manchester United, eru hluti ástæðunnar fyrir því að félagið gat ekki hleypt Jesse Lingard í burtu í dag.
Lingard var talinn á leið til Newcastle í dag en ekkert verður af því. Man Utd hleypir honum ekki í burtu.
Greenwood situr enn fastur í haldi lögreglu vegna gruns um nauðgun og ofbeldi.
Greenwood fær ekki að mæta á æfingar né spila leiki með aðalliði Man Utd eftir að Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér.
Því telur Man Utd að það gæti þurft að nota Lingard seinni hluta tímabilsins.