fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Salah með skilaboð til Liverpool – Segir þeim að ganga að kröfunum sem hann setur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah hefur sagt forráðamönnum Liverpool það að þeir þurfi að ganga að kröfum hans svo hann framlengi samning sinn.

Salah á 18 mánuði eftir af samningi sínum við félagið en viðræður hafa staðið yfir um langt skeið. Þær hafa hingað til ekki borið árangur.

Salah vill ríflega launahækkun enda verið besti leikmaður enska boltans síðustu ár. Hann segir kröfur sínar þó ekki óraunhæfar.

„Ég vil vera áfram, það er ekki í mínum höndum. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah í viðtali við GQ.

Ljóst er að af Liverpool tekst ekki að semja við Salah á næstu vikum gæti félagið selt hann í sumar.

„Liverpool veit hvað ég vil, ég er ekki að biðja um eitthvað sem er óraunhæft,“ sagði kantmaðurinn knái.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar