fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Landsliðshópur Arnars fyrir verkefnið í janúar – Fjórir úr Breiðablik og frá Víkingi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 11:18

© 365 ehf / Jóhanna K Andrésdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir janúarverkefni liðsins. Um er að ræða tvo vináttuleiki sem fram fara í Antalya í Tyrklandi – gegn Úganda 12. janúar og Suður-Kóreu 15. janúar.

Fjórir leikmenn Breiðabliks eru í hópnum og fjórir koma frá Íslands og bikarmeisturum Víkings. Jón Daði Böðvarsson framherji Milwall er í hópnum.

Jón Daði hefur ekkert spilað með Milwall á þessu tímabili. Ekki er í boði að velja leikmenn úr stærstu deildum Evrópu.

„Það er mikilvægt ár framundan hjá okkur og áríðandi að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum til að stilla saman strengina, skoða leikmenn og halda áfram að byggja upp okkar lið til framtíðar. Leikirnir í þessum janúarglugga hafa reynst vel í gegnum tíðina og ég er viss um að svo verður líka núna. Leikmenn þurfa að halda áfram að taka skref á sínum ferli og við þurfum jafnframt að halda áfram að taka skref sem landslið. Það eru margir áhugaverðir leikmenn í þessum hópi og ég hlakka til að vinna með þeim öllum. Þetta er alvöru gluggi til að stimpla sig inn fyrir komandi verkefni,“ sagði Arnar Þór um hópinn.

Leikmannahópurinn:
Ingvar Jónsson – Víkingur R. – 8 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – Brentford
Hákon Rafn Valdimarsson – IF Elfsborg

Finnur Tómas Pálmason – IFK Norrköping
Ísak Óli Ólafsson – Esbjerg fB – 1 leikur
Damir Muminovic – Breiðablik
Ari Leifsson – Stromsgodset IF – 1 leikur
Atli Barkarson – Víkingur R.
Guðmundur Þórarinsson – Án félags – 12 leikir
Valgeir Lunddal Friðriksson – Häcken – 1 leikur
Alfons Sampsted – Bodo/Glimt – 7 leikir
Viktor Karl Einarsson – Breiðablik
Valdimar Þór Ingimundarson – Stromsgodset IF
Kristall Máni Ingason – Víkingur R.
Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF – 7 leikir, 1 mark
Viktor Örlygur Andrason – Víkingur R.
Alex Þór Hauksson – Östers IF – 3 leikir
Höskuldur Gunnlaugsson – Breiðablik – 1 leikur
Arnór Ingvi Traustason – New England Revolution – 41 leikur, 5 mörk
Gísli Eyjólfsson – Breiðablik – 2 leikir
Viðar Ari Jónsson – Sandefjord – 5 leikir
Jón Daði Böðvarsson – Millwall – 60 leikir, 3 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen – IF Elfsborg – 8 leikir
Brynjólfur Andersen Willumsson – Kristiansund BK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för

Yfirmenn hafa verulegar áhyggjur eftir sumarið – Dvergar, vændiskonur og OnlyFans stjarna með í för
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz

Stuðningsmenn Arsenal steinhissa á breytingunni á Kai Havertz
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik valtaði yfir Albanina

Breiðablik valtaði yfir Albanina
433Sport
Í gær

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze

Arsenal er ekki hætt og vilja kaupa Eze
433Sport
Í gær

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann