Sky News skýrir frá þessu. Alvaro var 44 ára og Sylvia 42 ára. Alma Hernandez, systir Alvaro, sagði í samtali við NBC Los Angeles að bróðir hennar hafi viljað afla sér frekari upplýsinga um bóluefnin. Hann hafi leitað að upplýsingum og hafi ekki viljað trúa öllu sem var sagt í fréttum.
„Þetta opnar augu allra í fjölskyldunni fyrir því að þeir sem eru ekki bólusettir eigi að láta bólusetja sig,“ sagði hún og bætti við að Alvaro hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma, þar á meðal sykursýki.
Alvaro og Sylvia höfðu verið par síðan þau voru 17 og 15 ára en þau kynntust í menntaskóla. Þau voru gift í 25 ár.
Þau greindust bæði með COVID-19 nokkrum dögum áður en þau létust. Þau láta eftir sig fjögur börn, þar á meðal 17 ára tvíbura.