fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Pressan

Fjögurra barna foreldrar létust af völdum COVID-19 á sama deginum – Efuðust um bóluefni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 07:00

Sylvia og Alvaro. Mynd:Alma Hernadez/Gofundme

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. desember létust Alvaro og Sylvia Fernandez, sem bjuggu í Loma Linda í Kaliforníu, af völdum COVID-19. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir á milli andlátanna. Þau láta eftir sig fjögur börn. Alvaro var fullur efasemda um bóluefnin gegn kórónuveirunni og hafði því ekki látið bólusetja sig og það sama átti við um Sylvia.

Sky News skýrir frá þessu. Alvaro var 44 ára og Sylvia 42 ára. Alma Hernandez, systir Alvaro, sagði í samtali við NBC Los Angeles að bróðir hennar hafi viljað afla sér frekari upplýsinga um bóluefnin. Hann hafi leitað að upplýsingum og hafi ekki viljað trúa öllu sem var sagt í fréttum.

„Þetta opnar augu allra í fjölskyldunni fyrir því að þeir sem eru ekki bólusettir eigi að láta bólusetja sig,“ sagði hún og bætti við að Alvaro hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma, þar á meðal sykursýki.

Alvaro og Sylvia höfðu verið par síðan þau voru 17 og 15 ára en þau kynntust í menntaskóla. Þau voru gift í 25 ár.

Þau greindust bæði með COVID-19 nokkrum dögum áður en þau létust. Þau láta eftir sig fjögur börn, þar á meðal 17 ára tvíbura.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harvard sviptir starfsmann æviráðningu – Rannsakaði siðferðislega hegðun en var rekin fyrir ósiðferðislega hegðun

Harvard sviptir starfsmann æviráðningu – Rannsakaði siðferðislega hegðun en var rekin fyrir ósiðferðislega hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að bursta tennurnar fyrir eða eftir morgunmatinn? – Þetta segir tannlæknirinn

Á að bursta tennurnar fyrir eða eftir morgunmatinn? – Þetta segir tannlæknirinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA