fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Guðmundssynir á óskalistanum hjá Lazio

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 10:53

Albert Guðmundsson / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því í La Gazzetta dello Sport í dag að Albert Guðmundsson og Gabriel Gudmundsson, séu báðir á radarnum hjá Maurizio Sarri, knattspyrnustjóa ítalska úrvalsdeildarfélagsins Lazio.

Taka skal fram að Gabriel Gudmundsson er ekki íslenskur, hann er sænskur bakvörður sem spilar með franska liðinu Lille. Gudmundsson nafnið er fjölskyldunafn í fjölskyldu Gabriels. Faðir hans er Niklas Gudmundsson, fyrrum leikmaður sænska landsliðsins og Blackburn Rovers.

Albert Guðmundsson er hins vegar landsmönnum vel kunnugur en frammistöður hans með hollenska liðinu AZ Alkmaar að undanförnu hafa varpað á hann kastljósinu.

Samkvæmt frétt La Gazzetta dello Sport hafa forráðamenn Lazio athugað möguleikan á því að fá Guðmundssyni til liðs við félagið í janúar þegar að félagsskiptaglugginn opnar.

Albert hefur verið orðaður við brottför frá AZ Alkmaar undanfarnar vikur og mögulegir áfangastaðir hans hafa meðal ananrs verið taldir skosku liðin Rangers og Celtic.

Albert gekk til liðs við AZ í ágúst árið 2018 frá PSV Eindhoven. Hjá AZ hefur hann spilað 95 leiki, skorað 24 mörk og gefið 10 stoðsendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búnir að bjóða í Ederson

Búnir að bjóða í Ederson
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaðurinn hlær að sögusögnunum – ,,Bara bull“

Umboðsmaðurinn hlær að sögusögnunum – ,,Bara bull“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Í gær

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn