fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Brynjar ekki í vafa eftir samtöl við Viðar – ,,Ég hlakka til að byrja“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. desember 2021 20:45

Viðar Örn Kjartansson. Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Ingi Bjarnason er genginn í raðir Valarenga í Noregi frá Lecce á Ítalíu. Miðvörðurinn skrifar undir hjá Valarenga til ársins 2025. Hann fór í viðtal við heimasíðu norska félagsins í kjölfar undirskriftarinnar.

Brynjar sprakk út með KA í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. Hann hefur í kjölfarið leikið 10 landsleiki fyrir Íslands hönd. Brynjar skipti yfir til Lecce í sumar en fer nú til Noregs í leit að fleiri mínútum.

Brynjar Ingi Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Anton Brink

,,Það er gott að biðin er búin. Nú er komið að Valarenga hjá mér. Þetta er til að taka knattspyrnuferil minn á næsta stig. Margir Íslendingar hafa eða eru að spila í Noregi,“ sagði Brynjar.

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson er einnig leikmaður Valarenga. Brynjar ræddi mikið við hann fyrir skiptin til Noregs.

,,Ég ræddi mikið við Viðar og þjálfaranna. Eftir samtölin hef ég ekki verið í neinum vafa um hvert ég eigi að fara. Viðar hefur talað svo vel um félagið og sérstaklega stuðningsmennina. Ég hlakka til að byrja.“

Valarenga hafnaði í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Fleiri félög höfðu áhuga á Brynjari þegar ljóst var að hann væri á lausu en stefna Valarenga heilaði hann.

,,Það var mikill áhugi frá öðrum félögum í Noregi og í Skandinavíu yfirhöfuð. En framtíðarplönin sem félagið hefur kynnt fyrir mér heilluðu mig. Félagið vill vera með topplið í Noregi og ég vil vera hluti af því,“ sagði Brynjar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Afi í fyrsta sinn og er í skýjunum – Hinn afinn fastur í fangelsi og er sagður stjórna glæpagengi

Afi í fyrsta sinn og er í skýjunum – Hinn afinn fastur í fangelsi og er sagður stjórna glæpagengi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Í gær

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo
433Sport
Í gær

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Í gær

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
433Sport
Í gær

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á