fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Haller sá til þess að Ajax rústar riðli sínum – Dzeko gerði það sem gera þurfti fyrir Inter

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 19:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Í C-riðli tók Besiktas á móti Ajax. Rachid Ghezzal kom heimamönnum yfir á 22. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Sebastian Haller jafnaði metin fyrir Ajax á 54. mínútu. Hann var svo búin að koma Hollendingum yfir stundarfjórðungi síðar. Lokatölur leiksins urðu 1-2.

Ajax er á toppi riðilsins með 15 stig, búið að vinna hann. Dortmund er í öðru sæti með 6 stig, eins og Sporting. Liðin eiga leik til góða og mætast í kvöld. Besiktas er á botni riðilsins án stiga og er fallið úr leik.

Edin Dzeko skoraði bæði mörk Inter. Mynd/Getty

Á sama tíma vann Inter Shaktar 2-0 á San Siro. Leikurinn var liður í D-riðli.

Edin Dzeko skoraði bæði mörk Inter með nokkuð stuttu millibili í seinni hálfleik. Það fyrra kom á 61. mínútu og það seinna á 67. mínútu.

Inter er á toppi riðilsins með 10 stig, stigi á undan Real Madrid og 4 stigum á undan Sheriff. Síðastnefndu liðin eiga leik til góða og mætast í kvöld. Shaktar er á botni riðilsins með 1 stig og er fallið úr leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld