fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
433Sport

Vísar ásökunum til föðurhúsanna – Segist ekki vera undir smásjá KSÍ

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 11:39

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu segist ekki vera undir smásjá Knattspyrnusambands Íslands í tengslum við gleðskap sem heimildir DV herma að hafi átt sér stað eftir landsleik íslenska karlalandsliðsins gegn Norður-Makedóníu fyrr í mánuðinum. Þetta segir Jón Dagur í samtali við vefsíðuna fotbolti.net.

Tilkynnt var um starfslok Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í gærkvöldi. Talið er að starfslokin tengist umræddum gleðskap sem á að hafa farið fram eftir leik Íslands og Norður-Makedóníu.

Samkvæmt heimildum DV er einn leikmaður landsliðsins undir smásjá sambandsins en sá er sagður hafa farið hressilega yfir þau mörk sem voru sett þegar Knattspyrnusambandið bauð í glas. Samkvæmt heimildum DV var leikmaðurinn enn í annarlegu ástandi þegar liðið ferðaðist heim á leið snemma morguns þann 15 nóvember.

Mikið hefur verið rætt og ritað um málið á samfélagsmiðlum í dag og hefur nafn Jóns Dags Þorsteinssonar skotið upp kollinum í þeirri umræðu. Hann segist hins vegar ekki vera umræddur leikmaður og vísar ásökunum um slíkt aftur til föðurhúsanna í samtali við fotbolti.net

Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, var með í för með karlalandsliðinu í þessari ferð og segist ekki hafa orðið var við gleðskap. „Menn fengu sér þarna einn tvo bjóra eftir leikinn en annað var það ekki. Flestir fengu sér bara einn til tvö bjóra og fóru svo bara að sofa,“ sagði Ómar í samtali við 433.is fyrr í dag.

Aðspurður að því hvort komið sé að þeim tímapunkti að KSÍ taki fyrir það að áfengi sé haft um hönd í landsliðsverkefnum, segir Ómar að KSÍ hafi ekki áhyggjur af þessum málum.

„Við höfum ekki áhyggjur af áfengi í tengslum við landsliðin almennt. Það er ekki óalgengt að menn setjist niður eftir leikjatörn, sumir fá sér einn eða tvo drykki, aðrir ekki og svo fara menn bara að sofa. Við höfum ekki áhyggjur af þessu almennt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?