fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Leikmenn United búnir að missa trú á Solskjaer og starf hans sagt í verulegri hættu

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 25. október 2021 21:57

Steve Bruce og Ole Gunnar Solskjaer / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamenn Mark Ogden, blaðamanns á ESPN, herma að leikmenn Man United hafi þegar misst trúna á Ole Gunnar Solskjaer, þjálfara liðsins og að starf hans sé í verulegri hættu.

Samkvæmt frétt á ESPN eru eigendur félagsins meðvitaðir um áhuga Antonio Conte, fyrrum þjálfara Juventus, Chelsea og Inter Milan, á þjálfarastöðunni hjá United.

Solskjaer tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í desember 2018 en eftir fimm töp í síðustu níu leikjum liðsins er starf hans í verulegri hættu og einungis fáir leikmenn liðsins eru sagðir standa við bakið á honum.

Andrúmsloftið er ekki sagt jafn eitrað og það var undir stjórnartíð Jose Mourinho en að uppsagnardraugur hangi yfir Old Trafford eftir tapið gegn Liverpool á sunnudag.

Þá eru leikmenn liðsins sagðir vilji taktískari nálgun frá Solskjaer og þjálfarateymi hans, en að þá skorti þekkingu á því sviði.

Antonio Conte sagði upp starfi sínu hjá Inter eftir titilsigur liðsins á síðasta tímabili og eigendur United vita að Ítalinn er harður í horn að taka, en þeir vita líka að hann er líklega besti kosturinn í stöðunni og er með ansi tilkomumikla ferilskrá á bakinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“