fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Tjáir sig um lekamálið í Fossvogi – Var sagður eiga í andlegum erfiðleikum – ,,Varð allt vitlaust“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 22. október 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Smári Sigurðsson, nýkrýndur Íslands- og bikarmeistari með Víkingi Reykjavík, var í viðtali í þættinum Dagmál hjá mbl.is á dögunum. Þar fer hann yfir knattspyrnuferil sinn og atburð sem vakti töluverða athygli á sínum tíma.

Leifur Garðarsson var þá þjálfari Víkinga og það óheppilega atvik átti sér stað að Excel-skjali, þar sem að leikmönnum liðsins hafð verið skipt upp í flokka eftir getu, endaði hjá leikmönnunum sjálfum í tölvupósti.

Atvikið átti sér stað fyrir tímabilið 2011. ,,Allir leikmenn fengu sendan tölvupóst með æfingarplani fyrir mánuðinn og í exel skjalinu er önnur síða undir þar sem menn eru flokkaðir eftir því hversu góðir þeir eru. Í mörgum tilvikum var búið að ákveða hvort þeir væru að fara spila eða ekki þarna um sumarið,“ sagði Halldór Smári í þættinum Dagmál.

Sagður eiga í andlegum erfiðleikum

Leikmannahópur Víkings brást undrandi við eftir þessa sendingu en hópnum var í skjalinu skipt í A,B,C og D flokk og að auki var búið að skrifa umsagnir um hvern og einn leikmann.

,,Það varð allt vitlaust í leikmannahópnum, leikmenn hringdu sín á milli og spurðu hvorn annan hvað væri eiginlega í gangi. Sama dag og skjalið kemur er leikur um kvöldið upp í Egilshöll. Það voru tveir eða þrir leikmenn voru mættir í klefann og um leið og Leifur byrjaði að tala þá stóðu þessir leikmenn upp og gengu út. Það voru leikmenn sem voru settir í D-flokk. Ég var í B eða C flokki og síðan voru settar athugasemdir við hvern leikmann. Hjá mér stóð ‘á í andlegum erfiðleikum’.“

Halldór Smári segist ekki hafa leitað skýringa svona í seinni tíð á þessu skjali hjá þjálfarateymi Víkings.

,,Á blaði þegar að maður sér þetta hljómar þetta eins og maður eigi bara í einhverjum sjálfsvígs hugleiðingum en ég veit ekki enn þann dag í dag hvaðan þetta kom og hef svosem ekkert leitast eftir neinum svörum. Kannski er þetta einhvað sem þjálfarar eru með hjá sér en það var gríðarlega óheppilegt að þetta skyldi berast til leikmanna,“ segir Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings Reykjavíkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans