fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Hermann snýr aftur heim til Eyja og tekur fjölskylduna með – ,,Alexandra er svo stórkostleg manneskja“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV var gestur í þættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut í kvöld. Hermann er Eyjamaður í húð og hár og snýr nú til baka á æskuslóðirnar til að stýra ÍBV í efstu deild á ný. Hann segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra lífsförunaut sinn, Alexöndru Fanneyju Jóhannsdóttur um að flytjast búferlum til Vestmannaeyja, fjölskyldan er spennt fyrir komandi tímum.

Hermann segir það ekki hafa verið mjög erfiða ákvörðun að svara kalli Eyjamanna þegar hann var beðin um að taka við liðinu og stýra því í efstu deild. ,,Maður er Eyjamaður og ef það er einhver klúbbur í efstu deild sem að maður vildi stýra þá var það ÍBV þannig að þetta var alltaf mjög spennandi kostur,“ segir Hermann sem stýrði Þrótti Vogum á síðasta tímabili við góðan orðstír er liðið tryggði sér sæti í Lengjudeildinni.

Gerði frábæra hluti hjá Þrótti Vogum:

Hermann gengur stoltur frá borði í Vogunum og segir það gera viðskilnaðinn við félagið auðveldari að geta skilið við það í góðri stöðu.

,,Þetta er búinn að vera frábær tími frá A-Ö og erfitt að slíta einhverju sem var bara búið að vera jákvætt í alla staði. Að sama skapi þá er maður að skilja við klúbbinn á frábærum stað í Lengjudeildinni. Það er líka gott að geta gengið frá borði og allir helsáttir. Þetta er lítill klúbbur með stórt hjarta. Það er ástríðan sem ræður ríkjum þarna þannig að félagið er í toppmálum og það eru spennandi tímar framundan.“

Mynd: Þróttur Vogum

Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og fóru með sigur úr býtum í 2. deildinni í sumar. Liðið vann tólf af tuttugu og tveimur leikjum sínum í deildinni í sumar og endaði með 42 stig í 1. sæti.

,,Það var markmiðið að vinna deildina. Það geta allir sett sér markmið en að standa síðan við þau er annað. Þetta byrjaði ekkert frábærlega hjá okkur en síðan kom stöðugleiki og stemmning í liðið. Þetta endaði í frábæru tímabili hjá okkur og ég er hrikalega stoltur af liðinu.“

Tekur við ÍBV í annað sinn:

Það verður öðruvísi áskorun hjá Hermanni nú þegar að hann tekur við ÍBV, hinu fornfræga félagi sem hefur í gegnum söguna verið tengt við efstu deild, þar var liðið síðast árið 2019. Hermann ætlar að byrja á því að meta leikmannahópinn.

,,Við byrjum að æfa í lok október og ég hlakka til að hitta leikmannahópinn. Maður er búinn að horfa á fullt af leikjum síðan í sumar. Það eru margir Eyjamenn þarna, ungir og efnilegir og það þarf að halda vel utan um þá. Svo vitum við að þetta er efsta deildin og að við munum þurfa að styrkja okkur. Það er allt opið í leikmannamálum, ég er að skoða í kringum mig og vinna í þeim málum. Við þurfum aðeins að breikka hópinn og fá aðeins meiri gæði inn en það munu allir fá séns til þess að sanna sig,“ segir Hermann um leikmannamál liðsins.

Hermann Hreiðarsson

Fyrst og fremst er það markmið hjá Hermanni og félögum að festa sæti liðsins í deildinni. ,,Það vita það allir að efsta deildin var tvískipt í sumar en öll liðin í deildinni eru hörku lið. En það er klárt markmið hjá okkur að festa ÍBV í sessi í efstu deild og mæta ferskir og sprækir til leiks.

Hermann hefur áður þjálfað ÍBV áður. Hann tók við liðinu sem spilandi þjálfari í ágúsmánuði árið 2013. Undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti efstu deildar. Hermann segist vera allt annar þjálfari núna heldur en þegar hann stjórnaði ÍBV síðast. ,,Það voru mín fyrstu skref í þjálfun þá. Ég er búinn að öðlast helling af reynslu síðan þá, það er himinn og haf þar á milli. Ég er búinn að fara erlendis og klára allar þjálfaragráður, ég er klár í þetta.“

Fjölskyldan hlakkar til að hefja nýtt líf í Vestmannaeyjum:

Hermann verður búsettur í Vestmannaeyjum með fjölskyldu sinni. ,,Maður fer all-in í þetta. Það fer það mikill tími í þetta starf að maður verður að nýta tímann vel. Það er stutt í allt i Eyjum og þar af leiðandi verður meira úr deginum. Þannig að það er eina vitið að vera búsettur þar.

Aðspurður segir hann ekki hafa verið erfitt að sannfæra unnustu sína, Alexöndru Fanneyju Jóhannsdóttur um að stökkva á þetta ævintýri og flytjast búferlum til Vestmannaeyja. Saman eiga þau tvo drengi, Alexandra átti einn strák úr fyrra sambandi og Hermann tvær dætur. ,,Alexandra er svo stórkostleg manneskja, hún er hrikalega spennt fyrir þessu, spennt fyrir Vestmannaeyjum og að guttarnir verði Eyjapeyjar.“

Hermann, Alexandra og fjölskylda / Mynd: ÍBV

Viðtalið við Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV og þátt 433.is í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Í gær

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Í gær

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti