fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Arnari brugðið eftir að Guðlaugur kom á fund hans og vildi burt úr landsliðinu – „Hvernig brást ég við?“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 10. október 2021 13:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, var spurður út í það á blaðamannafundi fyrir stuttu af hverju Guðlaugur Victor Pálsson hafi dregið sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Lichtenstein á morgun.

Guðlaugur Victor var í byrjunarliðinu gegn Armenum á föstudag.

,,Gulli dró sig út úr hópnum. Hann taldi sig þurfa að fara til síns félags. Þá er hann ekki hér,“ sagði Arnar.

,,Hann taldi fyrir sjálfan sig vera mikilvægara að fara til baka til Schalke frekar en að vera áfram með hópnum fyrir þennan leik.“

Arnar viðurkenndi að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori fyrir leikinn á morgun.

„Hvernig brást ég við? Ég sagði að við vildum halda honum, þetta er landsliðsverkefni. Við eigum rétt á leikmönnum, félögin geta ekki þvingað okkur til að skila leikmanni. Ég lét hann vita, við vorum ekki að sleppa honum.“

Mikið af lykilmönnum liðsins eru fjarverandi af hinum ýmsu ástæðum.

„Það eru mjög mörg brotföll, við vitum af hverju. Við höfum rætt það undanfarin mánuð, það er stór biti farin úr liðinu. Ef við kíkjum á leikinn gegn Ungverjalandi fyrir ellefu mánuðum. Það eru 9-10 leikmenn farnir úr byrjunarliðinu af mismunandi ástæðum. Ég talaði um þetta í september og þá var ég sakaður um að vera vælukjói,“ sagði Arnar.

„Þetta er staðreyndin, ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni á morgun gegn Liechtenstein. Það er rosaleg skemmtilegt að vinna með þessum drengjum, sem eru hérna 100 prósent.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“