Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörinn formaður KSÍ fram í febrúar á næsta ári. Aukaþing sambandsins fór fram í dag en ársþing fer fram í febrúar þar sem aftur verður kosið um formann og stjórn.
Vanda var ein í framboði og einnig var stjórn sambandsins sjálfkjörinn. Guðni Bergsson fyrrum formaður og stjórn hans sagði af sér á dögunum.
Gustað hefur í Laugardalnum undanfarnar vikur eftir að ásakanir á hendur landsliðsmanna um ofbeldi og meðhöndlun sambandsins í þeim málum.
Formaður:
Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík)
Stjórn:
Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík)
Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi)
Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ)
Helga Helgadóttir (Hafnarfirði)
Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum)
Sigfús Kárason (Reykjavík)
Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ)
Valgeir Sigurðsson (Garðabæ)
Orri Hlöðversson (Kópavogur)
Varastjórn
Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík)
Margrét Ákadóttir (Akranesi)
Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)