fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Enski boltinn: Crystal Palace sigraði Tottenham örugglega

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 11. september 2021 13:26

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Palace tók á móti Tottenham í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Leiknum lauk með 3-0 sigri Crystal Palace og er þetta þeirra fyrsti sigur á tímabilinu.

Tottenham hafði byrjað tímabilið af krafti og unnið fyrstu þrjá leikina. Tottenham byrjaði leikinn vel en náðu ekki að ógna marki heimamanna og leikmenn Crystal Palace unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og voru Zaha og Gallagher hættulegir fram á við.

Þegar um klukkustund var liðin af leiknum fékk Tanganga sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt spjald. Á 75. mínútu dró til tíðinda er Crystal Palace fékk vítaspyrnu en boltinn fór í hendina á Davies. Zaha tók spyrnuna og sendi Lloris í öfugt horn. Edouard tvöfaldaði forystu Palace aðeins átta mínútum síðar og skoraði þriðja markið í uppbótartíma en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Hann var keyptur á lokadegi félagsskiptagluggans frá Celtic.

Crystal Palace 3 – 0 Tottenham
1-0 W. Zaha (´76)
2-0 O. Édouard (´84)
3-0 O. Édouard (´93)
Tanganga rautt spjald (´59)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær