fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Vilhjálmur hættir með Breiðablik – Leit að nýjum þjálfara hafin

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 11. september 2021 10:30

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Kári Haraldsson er hættur með kvennalið Breiðabliks en þetta staðfesti félagið seint í gærkvöldi. Hann mun því ekki stýra félaginu á næsta tímabili.

Vilhjálmur tók við Blikum í vetur þegar Þorsteinn Halldórsson tók við starfi landsliðsþjálfara og gefur hann ekki kost á sér í að halda áfram. Breiðablik náði ekki að vinna Íslandsmeistaratitilinn þetta árið en Vilhjálmur kom Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það er stórt afrek enda í fyrsta skipti sem íslenskt félag kemst í riðlakeppnina.

Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Knattspyrnudeild Breiðabliks um málið.

„Vilhjálmur Kári Haraldsson verður ekki þjálfari kvennaliðs Breiðabliks á næsta tímabili. Vilhjálmur tilkynnti stjórn að hann gæfi ekki kost á sér áfram eftir að samningur hans við Breiðablik rennur út. Vilhjálmur er í öðru starfi sem hann vill geta einbeitt sér að.“

„Vilhjálmur Kári tók við Blikum í vetur eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari. Vilhjálmur var þá nýlega búinn að tilkynna að hann væri hættur í þjálfun en sló til þegar honum bauðst starfið. Liðið tók miklum breytingum milli ára en Vilhjálmur og þjálfarateymið allt hefur unnið mjög gott starf.“

„Blikastelpur enda í 2.sæti í deildinni og hafa þar með tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Þá er liðið komið í úrslitaleik bikarsins og er fyrsta íslenska félagsliðið í sögunni til þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það eru því sannarlega fjölmörg spennandi verkefni framundan í haust og í vetur.“

„Stjórn knattspyrnudeildar vill þakka Vilhjálmi Kára fyrir gott samstarf á tímabilinu. Leit að nýjum þjálfara er þegar hafin,“ sagði að lokum í tilkynningu Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði