fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin vinnur hörðum höndum að því að fá banninu aflétt

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 8. september 2021 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin vinnur hörðum höndum að því að aflétta banni sem FIFA setti á leikmenn sem var meinað að ferðast í landsliðsverkefni í þessum landsleikjaglugga.

Átta leikmenn frá Brasilíu sem spila í ensku úrvalsdeildinni fengu ekki að fara í sín landsliðsverkefni en það eru lykilmenn sinna liða. Þetta eru þeir Fabinho, Alisson og Bobby Firmino hjá Liverpool, Ederson og Gabriel Jesus hjá Manchester City, Thiago Silva hjá Chelsea, Fred, leikmaður Manchester United og Raphinha leikmaður Leeds. FIFA ákvað þá að senda þessa leikmenn í bann og fá þeir ekki að spila með sínum félagsliðum um helgina.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni mótmæltu þessum aðgerðum kröftuglega og virðist vera að þokast til í þessum málum og eru félögin orðin bjartsýnari um að leikmennirnir fái að spila um helgina þrátt fyrir að ekki sé enn komin lausn.

Þá sendi Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, félögum deildarinnar bréf þar sem hann segir að verið sé að vinna að lausn á þessu máli og möguleiki sé að leikmennirnir fái að spila um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“