Þjóðverjar stilla upp ansi sterku liði gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45.
Manuel Neuer stendur í marki Þýskaland en Antonio Rudiger varnarmaður Chelsea er í hjarta varnarinnar.
Ilkay Gundogan er á sterku miðsvæði liðsins. LIðið treystir svo á Leroy Sane og Timo Werner í sóknarleiknum.
Byrjunarlið Þýskalands: Neuer; Hofmann, Süle, Rüdiger, Kehrer; Goretzka, Kimmich; Gnabry, Gündogan, Sané; Werner.