fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Uppselt á landsleikinn á morgun – Birkir og Birkir verða heiðraðir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 10:38

Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands, en 1200 miðar á leikinn fóru í sölu á mánudag.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á morgun, þriðjudag, kl. 18:45 en búist er við um 3.600 áhorfendum á leikinn.

Ekki má selja fleiri miða vegna regluverks stjórnvalda í tengslum við COVID-19 veiruna. Eru takmarkanir á viðburðum utandyra með þeim hörðustu í Evrópu hér á landi.

Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson léku báðir sinn 100. A-landsleik þegar Ísland mætti Norður-Makedóníu á Laugardalsvelli á sunnudag. Af því tilefni verða þeir heiðraðir sérstaklega áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir fyrir leikinn við Þýskaland á miðvikudag og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og hylla leikmennina.

Birkir Bjarnason er fæddur árið 1988 er því 33 ára á þessu ári. Hans fyrsti A-landsleikur var vináttulandsleikur gegn Andorra árið 2010 og hefur hann skorað 14 mörk í leikjunum hundrað. Til viðbótar hefur Birkir leikið 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Birkir Már Sævarsson var á 23. aldursári þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2007, gegn Liechtenstein í undankeppni EM. Birkir, sem er fæddur 1984, verður 37 ára síðar á þessu ári og hefur skorað 3 mörk fyrir A landsliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson