fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Stjarna Liverpool situr föst í Gíneu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. september 2021 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Naby Keita miðjumaður Liverpool situr fastur í Gíneu og er óvíst hvort eða hvernig hann kemst aftur til Englands. Leik Gíneu og Marokkó í undankeppni HM var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu.

Lið Marokkó fékk undanþágu til að fljúga burt frá landinu en annars hefur öllum landamærum til og frá landinu verið skellt í lás.

„Við gleðjumst yfir því að hann sé öruggur og að það er hugsað vel um hann,“
sagði talsmaður félagsins um málið.

„Staðan getur fljótt breyst og við munum vera með beina línu til landsins. Við reynum að koma Naby til Liverpool sem fyrst og það á öruggan hátt.“

Keita er mikilvægur hlekkur í liði Liverpool á þessari leiktíð en miðja liðsins er þunnskipuð og þarf Klopp á öllum sínum mönnum að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina