Það var fallegt augnablik í Laugardalnum í gær þegar Andri Lucas Guðjohnsen framherji Real Madrid lék sinn fyrsta A-landsleik í gær.
Ísland tapaði á heimavelli 0-2 gegn Rúmeníu í undankeppni HM, staða íslenska liðsins í riðlinum en slæm en margir lykilmenn eru fjarverandi og ástæðurnar ævi misjafnar.
„Eiður Smári Guðjohnsen var í fyrsta skipti í hlutverki aðstoðarþjálfara á Laugardalsvelli í gærkvöldi og sonur hans Andri Lucas kom inn á í fyrsta sinn með landsliðinu. Hann fékk koss við tilefnið,“ skrifar RÚV um augnablikið þegar Andri kom inn á í sínum fyrsta landsleik. Eiður smellti kossi á son sinn áður en hann fór inn á völlinn.
Andri Lucas er 17 ára gamall en hann er að koma til baka eftir erfið meiðsli, er hann einn okkar efnilegasti leikmaður.
Arnór Guðjohnsen afi Andra var fyrstur úr fjölskyldunni til að spila landsleik, síðan var komið að Eiði Smára. Næstur í röðinni var sonur hans Sveinn Aron og nú var komið að Andra.
Augnablikið fallega má sjá hér að neðan.
Eiður Smári Guðjohnsen var í fyrsta skipti í hlutverki aðstoðarþjálfara á Laugardalsvelli í gærkvöldi og sonur hans Andri Lucas kom inn á í fyrsta sinn með landsliðinu. Hann fékk koss við tilefnið! 😘 pic.twitter.com/hJ4vokTUCt
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 3, 2021