fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Arnar um að hlutirnir muni taka tíma: „Áður en við getum byrjað að klífa nýtt fjall“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 21:47

Arnar Þór Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur með 0-2 tap gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. Bæði mörk gestanna komu í síðari hálfleik.

Íslenska liðið átti fína spretti í leiknum en gæði á síðasta þriðjungi til að klára færin eða síðustu sendinguna voru ekki til staðar.

„Hundfúll, allir hundfúlir að tapa þessum leik. Sérstaklega eftir góðan fyrri hálfleik, alls ekki að fara að tala leikurinn hafi verið frábær en hann var mjög góður. Mjög stoltur af strákunum hvernig þeir spiluðu fyrri hálfleik, við fengum alla vegana þrjú mjög góð færi. Þrjá aðra sénsa í að koma með síðustu sendingu inn og fá góð fær, svo er slökkt á okkur í upphafi síðari hálfleik. Það er ekki boði á þessu stigi, í þessum leikjum þá þarf að vera kveikt á allar sekúndurnar í 90 mínútur plús,“ sagði Arnar Þór.

Arnar fór þá yfir hluti sem hann var ekki sáttur með. „Ég var ekki ánægður með hápressuna, við ætluðum að reyna að pressa hátt fyrsta korterið og náðum því ekki. Tveir hlutir, andstæðingurinn gerði aðeins öðruvísi en við vorum búnir að greina. Við gátum ekki leiðrétt það fyrr en í hálfleik, þegar við viljum pressa svona hátt þá kostar það mikla orka. Þegar þú nærð því ekki í byrjun þá er það erfitt, ég tek það á mig. Þeir gerðu aðra hluti en ég hafði leikgreint.“

„Ég var mjög ánægður með hvernig við vorum að færa boltann í svæði sem við vildum gera, færin sem við vorum að skapa voru á þeim svæðum sem við vissum af hjá þeim. Fyrirgjafir frá Jóa sem heppnuðust mjög vel, þetta er alltaf eins. Stundum virka hlutirnir sem við leggjum upp með og annað ekki,“ sagði Arnar.

Kári Árnason var á meðal varamanna í kvöld en gæti byrjað gegn Norður-Makedóníu á sunnudag. „Kári var ekki orðinn nógu góður, hann er mikið betri í dag en í gær. Þegar við vorum að skoða þetta í gærkvöldi, þá var hann ekki kominn nógu langt. Starfsliðinu og hann sjálfur var sammála því, við þurfum að taka stöðuna á mönnum núna í kvöld og á morgun. Hverjir geta byrjað aftur og hverjir koma inn. Við erum með marga leikmenn á svipuðu róli, ég treysti þeim öllum fyrir sínu hlutverki. Hópurinn núna frá því fyrir ári síðan er mikið öðruvísi.“

Rúnar Alex Rúnarsson stóð í markinu og Hannes Þór Halldórsson settist á bekkinn, kom það mörgum á óvart. „Ég var mjög ánægður með Rúnar Alex, við vildum pressa hátt. Við vissum að þeir myndu vilja líka gera það, þá ertu að leita að eiginleikum í markverði. Fjórum eða fimm sinnum er Rúnar Alex að taka boltann á sínum vítateig, er að verja vörnina sem er að verjast hátt. Ég ákvað að nota Rúnar en þetta var mjög erfið ákvörðun, Hannes er betri en Rúnar í ákveðnum hlutum og Rúnar betri en Hannes í ákveðnum hlutum. Hann var hundfúll, það var jákvætt. Svo verður kannski önnur ákvörðun á sunnudag.“

Líklegt er að íslenska liðið eigi engan möguleika á sæti á HM í Katar 2022. „Ef þú ferð að telja stig sem þú mátt tapa til að eiga séns á fyrstu tveimur sætunum, þá erum við búnir að tapa maxinu af stigum. Þá þurfum að vinna restina, svo getur þetta spilast allskonar. Það að taka fjögur stig í næstu tveimur leikjum getur margt breyst, í kvöld er þetta hundfúllt og staðan í riðlinum ekki góð. Það eru skrýtin úrslit í riðlinum, getum ekki tapað mikið fleiri stigum.“

Rosaleg breyting er á liði Ísland frá því sem verið hefur í hart nær tíu ár, stór nöfn og stórir karakterar voru ekki með í kvöld og óvissa ríki með framtíðina og hvort þeir snúi til baka og hversu margir. Arnar er meðvitaður um að það gæti tekið tíma að finna taktinn með gjörbreytt lið.

„Ég held að það sé best að svara þessari spurningu og líta til baka. Við þurfum að fara einhver tíu ár til að baka, þegar liðið sem fer á EM var að byrja að spila saman. Var að byrja að fá leiki, nákvæmlega sama er að gerast akkúrat núna. Við vonum að þessir ungu leikmenn geti tekið þau skref á sínum ferli líkt og allir af okkar bestu leikmenn hafa gert. Ég er ekki með tölfræðina alveg á hreinu, þegar sú kynslóð byrjaði að spila. Þá voru ansi margir tapleikir í röð, í rauninni erum við þar núna. Það lið hafði líka 4-6 reynda leikmenn sem voru að hjálpa til. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvar við erum, ég held að þegar við sjáum hvernig liðið spilaði í kvöld og hugarfarið var, samstilling á liðinu. Þá er ég nokkuð brattur að þessir tapleikir þurfi ekki að vera svona margir, áður en við getum byrjað að klífa nýtt fjall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“