Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir því rúmenska í undankeppni HM 2022 í kvöld. Hér neðar í fréttinni má sjá það helsta sem þjóðin hafði upp á að bjóða á Twitter eftir leik.
Strax á 4. mínútu skapaðist hætta fyrir íslensku vörnina. Rúnar Alex Rúnarsson hreinsaði þá í innkast sem gestirnir voru fljótir að taka. Þeir komu skoti á markið sem fór þó blessunarlega yfir.
Fyrsta marktæka færi Íslands kom eftir stundarfjórðung. Þá stakk Birkir Bjarnason boltanum smekklega inn fyrir vörn Rúmena á Viðar Örn Kjartansson sem skallaði í átt að marki en Florin Nita, markvörður Rúmena, sá við honum.
Á 23. mínútu átti Hjörtur Hermannsson skelfilega sendingu til baka, ætlaða Rúnari. Sorescu Deian komst í boltann en náði ekki nægilega góðri fyrstu snertingu á boltann. Færið rann út í sandinn.
Eftir um hálftíma leik fékk Birkir Bjarnason fínt tækifæri til að skora en Nita varði þá frá honum af stuttu færi.
Íslendingar voru heilt yfir betri aðilinn í fyrri hálfleik, bjuggu til betri færi en Rúmenar. Staðan í hálfleik var þó markalaus.
Íslenska liðið fékk martraðarbyrjun á seinni hálfleiknum. Á 47. mínútu kom Dennis Man Rúmenum yfir. Hann var þá mættur á fjær til að koma fyrirgjöf frá Nicolae Stanciu í markið. Sending Stanciu hafði viðkomu í Brynjari Inga Bjarnasyni á leið til Man.
Á 54. mínútu komst Ísland nálægt því að jafna þegar fyrirgjöf Jóhanns Bergs Guðmundssonar, sem var fyrirliði Íslands í dag, rataði á kollinn á Viðari sem skallaði rétt framhjá.
Rúmenar tóku skömmu eftir markið sitt upp á því að tefja og hægja á leiknum. Íslenska liðið hélt boltanum nokkuð vel en tókst ekki að brjóta gestina á bak aftur að neinu viti fyrri hluta seinni hálfleiksins.
Þegar um 20 mínútur lifðu leiks leiddi góður spilkafli Íslands til þess að Ísak Bergmann Jóhannesson komst í góða skotstöðu inni á teig Rúmena. Skot hans var þó laust og beint á markvörð Rúmena.
Um fimm mínútum síðar fékk Birkir Bjarnason dauðafæri á markteig gestanna. Hann setti boltann framhjá. Birkir var með mann í bakinu sem gerði vel í að trufla hann.
Stanciu gerði svo gott sem út um leikinn fyrir Rúmena með marki eftir skyndisókn á 83. mínútu. Hann slapp einn í gegn og kláraði vel.
Lokatölur leiksins urðu 0-2 fyrir Rúmena.
Ísland er í fimmta sæti undanriðilsins með aðeins 3 stig eftir fjóra leiki. Rúmenía er með 6 stig, sæti ofar.
Jæja ekki meira um það að segja. Þetta er og verður brekka í næstu leikjum.Áfram Ísland.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) September 2, 2021
HVER ER MEÐ ÞENNAN DJÖFULSINS ÞOKULÚÐUR??????!!!!!!!
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 2, 2021
Jæja sóttvarnarleikritið heldur áfram að toppa sig pic.twitter.com/H56lGvlaLf
— Stefán Jóhannsson (@llcoolsteee) September 2, 2021
Tólfan sendur með þolendum og sat því stuðningsmannasveit Íslands í þögn fram að tólftu mínútu leiksins. Það má sjá þá á þessari mynd Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara Vísis. Þeir byrjuðu síðan á Víkingaklappinu á 13. mínútu. pic.twitter.com/TemJmAs7Hx
— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 2, 2021
Óvinsælasti maður maður á Íslandi ? #fotboltinet #EnemyOfThePeople #isl pic.twitter.com/eeTlRz3cYZ
— Guðni G Kristjánsson (@GudniGK) September 2, 2021
Nú ríður á að nýta færin betur en gert var í aðdraganda leiks #fotboltinet
— Árni Jóhannsson (@arnijo) September 2, 2021
“Viðar kemur inn í byrjunarliðið, því það er vöntun á framherjum í hópnum”. Alvöru traustsyfirlýsing frá Gudjohnsen í viðtali fyrir leik🤣
— Theodor Palmason (@TeddiPonza) September 2, 2021
Alvöru nostalgía í þessum áhorfendafjölda. Þetta er alveg eins og að horfa á landsliðið snemma á þessari öld. #fotboltinet
— Sindri (@sindriprump) September 2, 2021
Rosalega skrítið að sjá Ísland spila nútíma fótbolta á móti kick and run. Skemmtileg tilbreyting #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) September 2, 2021
Andri Lucas Guðjohnsen kemur inn á sínum fyrsta landsleik. Andri er 19 ára og leikur með varaliði Real Madrid á Spáni. pic.twitter.com/gq3FFcMrj2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2021
Vont var það í Laugardalnum í kvöld, gætu verið mörg svona kvöld á næstu mánuðum/árum. Nú er að smíða saman nýtt lið, efniviðurinn er til staðar en það tekur allt tíma.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) September 2, 2021
Ísak Bergmann er svo mikið talent. Unun að sjá hann á velli.Þetta er svo gott og vandað kyn. Hafið þökk fyrir.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) September 2, 2021