Rúmenar eru komnir yfir gegn Íslendingum í leik í undankeppni HM 2022 sem fram fer á Laugardagsvelli í þessum skrifuðu orðum.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Dennis Man gestunum yfir strax á 2. mínútu seinni hálfleiks. Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska í markinu, menn virkuðu ekki vaknaðir eftir leikhlé.
Mark Rúmena má sjá hér fyrir neðan.
Rúmenar komast yfir með marki frá Dennis Man. 1-0 strax í upphafi seinni hálfleiks. pic.twitter.com/kGGiGDLQww
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2021