fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Undankeppni HM: Ísland tapaði gegn Rúmenum – Í slæmri stöðu í riðlinum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 20:36

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir því rúmenska í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leikið var á Laugardalsvelli.

Strax á 4. mínútu skapaðist hætta fyrir íslensku vörnina. Rúnar Alex Rúnarsson hreinsaði þá í innkast sem gestirnir voru fljótir að taka. Þeir komu skoti á markið sem fór þó blessunarlega yfir.

Fyrsta marktæka færi Íslands kom eftir stundarfjórðung. Þá stakk Birkir Bjarnason boltanum smekklega inn fyrir vörn Rúmena á Viðar Örn Kjartansson sem skallaði í átt að marki en Florin Nita, markvörður Rúmena, sá við honum.

Á 23. mínútu átti Hjörtur Hermannsson skelfilega sendingu til baka, ætlaða Rúnari. Sorescu Deian komst í boltann en náði ekki nægilega góðri fyrstu snertingu á boltann. Færið rann út í sandinn.

Eftir um hálftíma leik fékk Birkir Bjarnason fínt tækifæri til að skora en Nita varði þá frá honum af stuttu færi.

Íslendingar voru heilt yfir betri aðilinn í fyrri hálfleik, bjuggu til betri færi en Rúmenar. Staðan í hálfleik var þó markalaus.

Íslenska liðið fékk martraðarbyrjun á seinni hálfleiknum. Á 47. mínútu kom Dennis Man Rúmenum yfir. Hann var þá mættur á fjær til að koma fyrirgjöf frá Nicolae Stanciu í markið. Sending Stanciu hafði viðkomu í Brynjari Inga Bjarnasyni á leið til Man.

Á 54. mínútu komst Ísland nálægt því að jafna þegar fyrirgjöf Jóhanns Bergs Guðmundssonar, sem var fyrirliði Íslands í dag, rataði á kollinn á Viðari sem skallaði rétt framhjá.

Rúmenar tóku skömmu eftir markið sitt upp á því að tefja og hægja á leiknum. Íslenska liðið hélt boltanum nokkuð vel en tókst ekki að brjóta gestina á bak aftur að neinu viti fyrri hluta seinni hálfleiksins.

Þegar um 20 mínútur lifðu leiks leiddi góður spilkafli Íslands til þess að Ísak Bergmann Jóhannesson komst í góða skotstöðu inni á teig Rúmena. Skot hans var þó laust og beint á markvörð Rúmena.

Um fimm mínútum síðar fékk Birkir Bjarnason dauðafæri á markteig gestanna. Hann setti boltann framhjá. Birkir var með mann í bakinu sem gerði vel í að trufla hann.

Stanciu gerði svo gott sem út um leikinn fyrir Rúmena með marki eftir skyndisókn á 83. mínútu. Hann slapp einn í gegn og kláraði vel.

Lokatölur leiksins urðu 0-2 fyrir Rúmena.

Ísland er í fimmta sæti undanriðilsins með aðeins 3 stig eftir fjóra leiki. Rúmenía er með 6 stig, sæti ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“