Það er margt áhugavert í byrjunarliði Íslands sem mætir Rúmeníu í undankeppni HM klukkan 18:45 á Laugardalsvelli.
Arnar Þór Viðarsson er með hóp leikmanna sem hefur mismikkla reynslu en marga lykilmenn vantar í liðið.
Rúnar Alex Rúnarsson fær traustið í marki liðsins og þá er Kári Árnason ekki í byrjunarliðinu, hefur hann ekki getað æft að fullum krafti í vikunni.
Hjörtur Hermansson og Brynjar Ingi Bjarnason og Guðmundur Þórarinsson fær traustið í vinstri bakverði.
Jóhann Berg Guðmundsson sem er fyrirliði í leiknum og Albert Guðmundsson eru á köntunum, Andri Fannar Baldursson er svo hluti af þriggja manna miðju en mikil reynsla er í kringum hann. Viðar Örn Kjartansson leiðir svo framlínuna.
Byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson
Birkir Már Sævarsson
Brynjar Ingi Bjarnason
Hjörtur Hermansson
Guðmundur Þórarinsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Birkir Bjarnason
Andri Fannar Baldursson
Albert Guðmundsson
Viðar Örn Kjartansson.