Greint var frá því í dag að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, væri komin í ótímabundið leyfi en ástæða fyrir leyfinu var ekki gefin upp. Áður en sagt var frá því að Klara væri komin í leyfi höfðu margir krafist þess að hún hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ en allir stjórnarmeðlimir sambandsins sögðu af sérí byrjun vikunnar.
Klara hefur ekki rætt við fjölmiðla í dag um leyfið en hún sendi vinum sínum yfirlýsingu í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni. Mbl.is greindi frá og birti færsluna sem um ræðir en í henni segir Klara meðal annars að síðustu dagar hafi verið erfiðir. Þá segir hún að allir sem þekki hana viti fyrir hvað hún stendur og að „í öllu þessu“ hafi ýmislegt mátt fara betur.
Þá segist hún styðja þolendur, alltaf og alls staðar og að enginn skuli efast um það. Að lokum þakkar hún fyrir kveðjur og stuðning sem hún hefur fengið en hún segist meta það mikils. Hún botnar svo færsluna með orðunum: „Sjáumst fljótlega“.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsinguna sem Klara birti í heild sinni:
„Kæru vinir.
Eins og sjá má í fréttum þá er ég komin í leyfi.
Síðustu dagar hafa verið erfiðir.
Allir sem þekkja mig vita fyrir hvað ég stend.
Ekki spurning að í öllu þessu mátti ýmislegt betur fara.Ég styð þolendur, alltaf allsstaðar.
Um það skal enginn efast.Takk fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn.
Ég met það mikils.
Sjáumst fljótlega.“